þriðjudagur, 11. desember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vel heppnaðir Járningadagar

Óðinn Örn Jóhannsson
13. nóvember 2017 kl. 08:02

Járningardagar að Völlum.

Járningamannafélag Íslands hélt járningardaga hjá Eldhestum að dagana 11. og 12. Nóvember.

Járningamannafélag Íslands hélt járningardaga hjá Eldhestum  að dagana 11. og 12. Nóvember.

Meðal þess sem var á dagskrá var sýnikennsla, fyrirlestrar, verkleg þjálfun í formbreytingum. Leiðbeinandi  var Daniel van der Blij. Daniel er vel þekktur járningamaður í heimalandi sínu Svíþjóð, en hefur einnig unnið sem járningamaður víða um heim m.a. á Íslandi, Noregi, Indlandi og Tanzaníu.

Daniel er vanur fyrirlesari og kennari. Hann hefur m.a, kennt við járningadeildir sænsku ríkisháskólana Wången og Strömsholm og vann einnig um tíma sem járningamaður á dýraspítalanum í Strömsholm.

Daniel hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, unnið til verðlauna á mótum oghlaut titilinn ”Járningamaðurársins” í Svíþjóð árið 2012.

Mikill áhugi var meðal félagsmanna og spunnust sennandi umræður um kennsluefnið, dagskrá járningadaganna þótti takast mjög vel.