mánudagur, 12. nóvember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veisla framundan í milliriðlum B - flokks

Elísabet Sveinsdóttir
2. júlí 2018 kl. 18:34

Hátíð frá Forsæti II er efst af hryssum í B-flokk. Knapi hennar er Jón Páll Sveinsson

Kynjahlutföll ójöfn.

Eftir forkeppni B - flokks standa eftir 31 gæðingur sem koma aftur í milliriðla næstkomandi miðvikudag kl. 13.30. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kynjahlutföllin eru ansi ójöfn. Af þessum 31 gæðingi eru 8 hryssur, 3 geldingar og 20 stóðhestar. Hryssurnar eru flestar 9 vetra, ein er 6 vetra, ein 10 vetra og sú elsta, Arna frá Skipaskaga, er 12 vetra, sem telst ekki hár aldur hjá hrossi. Framundan er því spennandi og sterkur milliriðill og gaman verður að fylgjast með hvernig kynjahlutföllin standa að honum loknum.

Þau hross sem mæta í milliriðla eru:

1 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 8,988
2 Ljósvaki frá Valstrýtu / Árni Björn Pálsson 8,926
3 Hátíð frá Forsæti II / Jón Páll Sveinsson 8,838
4 Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,800
5 Steggur frá Hrísdal / Siguroddur Pétursson 8,790
6 Oddi frá Hafsteinsstöðum / Skapti Steinbjörnsson 8,768
7 Arna frá Skipaskaga / Sigurður Sigurðarson 8,758
8 Vökull frá Efri-Brú / Ævar Örn Guðjónsson 8,716
9 Þrumufleygur frá Álfhólum / Viðar Ingólfsson 8,714
10 Bragur frá Ytra-Hóli / Ævar Örn Guðjónsson 8,708
11 Andi frá Kálfhóli 2 / Daníel Jónsson 8,704
12 Glóinn frá Halakoti / Ólafur Ásgeirsson 8,678
13 Herkúles frá Ragnheiðarstöðum / Daníel Jónsson 8,660
14 Póstur frá Litla-Dal / Gústaf Ásgeir Hinriksson 8,652
15 Líney frá Þjóðólfshaga 1 / Lena Zielinski 8,634
16 Katla frá Fornusöndum / Elvar Þormarsson 8,630
17 Hraunar frá Vatnsleysu / Arndís Brynjólfsdóttir 8,618
18-19 Sæþór frá Stafholti / Snorri Dal 8,602
18-19 Þjóðólfur frá Þjóðólfshaga 1 / Sigurður Sigurðarson 8,602
20 Sproti frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8,592
21 Taktur frá Vakurstöðum / Matthías Leó Matthíasson 8,572
22 Valur frá Árbakka / Hulda Gústafsdóttir 8,568
23 Magni frá Hólum / Hlynur Guðmundsson 8,562
24-25 Þjóstur frá Hesti / Valdís Ýr Ólafsdóttir 8,556
24-25 Víðir frá Enni / Þórdís Erla Gunnarsdóttir 8,556
26-27 Jónas frá Litla-Dal / Sonja Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir 8,550
26-27 Þytur frá Narfastöðum / Viðar Bragason 8,550
28-29 Aðgát frá Víðivöllum fremri / Kristín Lárusdóttir 8,548
28-29 Álfdís Rún frá Sunnuhvoli / Arnar Bjarki Sigurðarson 8,548
30-31 Hnoss frá Kolsholti 2 / Helgi Þór Guðjónsson 8,546
30-31 Skíma frá Hjallanesi 1 / Ásmundur Ernir Snorrason 8,546