mánudagur, 20. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Varnarsigur í útflutningi hrossa

Jens Einarsson
3. desember 2010 kl. 09:12

Á þrettánda hundrað hrossa

Flest bendir til að útflutningur hrossa haldi sjá, þrátt fyrir að nokkurra mánuða hlé hafi verið gert á útflutningi vegna hrossapestarinnar. Í fyrra voru flutt út 1435 og nú stefnir allt í að þau verð um 1250 á þessu ári, en um 200 hross bíða útflutnings. Flest hross er flutt út til Þýskalands, Svíþjóðar og Danmerkur, líkt og undanfarin ár. Hjá Bændasamtökum Íslands fengust þær upplýsingar að ríflega þúsund hross hafa þegar yfirgefið landið það sem af er þessu ári.