föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslitin í ljósmyndakeppninni

14. desember 2009 kl. 12:59

Úrslitin í ljósmyndakeppninni

Nú hefur dómnefnd ljósmyndakeppni Eiðfaxa lokið störfum, en hana skipuðu þau Anna Fjóla Gísladóttir og Heiðar Þór Jónsson.
Yfir 500 myndir bárust. Af þeim voru 10 valdar til verðlauna og birtast þær allar í jólablaði Eiðfaxa sem kemur út í dag, mánudag og berst áskrifendum sínum á morgun þriðjudaginn 15.desember.

Að sögn dómnefndarinnar var valið ekki auðvelt þar sem mikill fjöldi góðra mynda kom til greina og margar ferðir þurfti að fara í gegnum bunkann áður en niðurstaða náðist.

Myndirnar sem bárust voru mjög fjölbreyttar og viðfangsefni ljósmyndaranna af ýmsum toga.

Eiðfaxi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppninni og óskar vinningshöfum innilega til hamingju.

Hér fyrir neðan er listi yfir vinningshafana. Titilmyndin er sú sem dómnefnin valdi sigurmyndina en hana tók Benedikt H. Sigurgeirsson á Akureyri.

1.verðlaun
Benedikt H. Sigurgeirsson
Brekkusíðu 4
603 Akureyri

2.verðlaun
Dóri og Iðunn
Söðulsholti
311 Borgarnes

3.verðlaun

Ragna Sigurðardóttir
Lundum II
311 Borgarnes

4.-10.verðlaun
Johanna Henriksson
Verena Schwarz
Pjetur N. Pjetursson
Ingibjörg Geirsdóttir
Birna Tryggvadóttir
Katrín Sigurðardóttir
Bjarni Sv. Guðmundsson

Sigurmyndin í ljósmyndakeppni Eiðfaxa 2009. Ljósmyndari: Benedikt H. Sigurgeirsson.