föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit úr fimmgangi í Uppsveitadeildinni

27. mars 2010 kl. 11:43

Úrslit úr fimmgangi í Uppsveitadeildinni

Föstudagskvöldið 26 mars fór fram keppni í fimmgangi í Uppsveitadeildinni í Reiðhöllinni á Flúðum. 18 knapar voru mættir til leiks og var keppnin jöfn og skemmtileg. Guðmann Unnsteinsson gerði sér lítið fyrir og sigraði B úrslitin á Prins frá Langholtskoti. Hann lét það ekki nægja heldur vann sig upp í fyrsta sætið eftir harða keppni í A úrslitum. Fast á hæla hans kom María Þórarinsdóttir á Eskimær frá Friðheimum og þriðji var Brynjar Jón Stefánsson á Pæju frá Bergstöðum sem stóðu efst eftir forkeppni.

Meðfylgjandi eru úrslit kvöldsins og staðan í einstaklings og liðakeppninni sem er mjg jöfn og spennandi. 20 stig eru eftir í pottinum og ljóst er að allt getur gerst á lokakvöldinu sem fram fer föstudagskvöldið 23 apríl næstkomandi en þá verður keppt í tölti og skeiði.

Fylgist með á www.smari.is

A úrslit
  Sæti       Keppandi       Heildareinkunn
1       Guðmann Unnsteinsson   / Prins frá Langholtskoti    6,10
2       María Birna Þórarinsdóttir   / Eskimær frá Friðheimum    5,95
3       Brynjar Jón Stefánsson   / Pæja frá Bergstöðum    5,50
4       Bjarni Birgisson   / Stormur frá Reykholti    4,10B-úrslit

  Sæti       Keppandi       Heildareinkunn
1       Guðmann Unnsteinsson   / Prins frá Langholtskoti    5,95
2       Hermann Þór Karlsson   / Blær frá Efri-Brúnavöllum I    5,79
3       Aðalheiður Einarsdóttir   / Hvati frá Saltvík    4,81
4       Gústaf Loftsson   / Græðir frá Eystri-Grund    4,74


Staðan í einstaklingskeppninni eftir 3 greinar


     knapi    lið    heildarstig
1    Aðalheiður Einarsdóttir    ÚTLAGARNIR    25
2    Guðmann Unnsteinsson    ÍSL. GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR    24
3    Bjarni Birgisson    ÁRMENN    17
4    Hermann Þór Karlsson    ÁRMENN    16
5    Hólmfríður Kristjánsdóttir    VAKI    14
6    Guðrún S. Magnúsdóttir    JÁVERK    11
7    Gústaf Loftsson    VAKI    10
8    María Þórarinsdóttir    SKÁLHOLTSSTAÐUR    9
9-10     Brynjar Jón Stefánsson    JÁVERK    8
9-10    Cora Claas    ÍSL. GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR    8
11-12    Knútur Ármann    SKÁLHOLTSSTAÐUR    6
11-12    Líney Kristinsdóttir    JÁVERK    6
13-15    Ingvar Hjálmarsson    ÁRMENN    3
13-15    Katrín Rut Sigurgeirsdóttir    JÁVERK    3
13-15    Kristbjörg Kristinsdóttir    ÍSL. GRÆNMETI/HÓTEL FLÚÐIR    3
16    Grímur Sigurðsson    ÚTLAGARNIR    2


Staðan í liðakeppninni eftir 3 greinar

Lið    smali    fjórg.    fimmg.    Heildarstig
Ármenn    8    15    13    36
ísl.grænm./hótel flúðir    9    13    13    35
Jáverk    10    9    9    28
Útlagarnir    10    10    7    27
Vaki    13    7    4    24
Skálholtsstaður    5    1    9    15