mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit Mývatn Open

14. mars 2010 kl. 09:42

Úrslit Mývatn Open

Á föstudaginn var glæsileg hópreið farin út á Mývatn og mættu þar um 60 knapar og nutu þess að ríða á ísnum í sól og blíðu. Þarna voru ekki eingöngu Íslendingar heldur einnig nokkrir Færeyingar, Þjóðverjar, Ameríkanar og Svíar svo eitthvað sé nefnt. Ísinn var mjög góður til útreiða, úti í Hrútey bauð Sel - Hótel Mývatn upp á veitingar. Var það mál manna að þarna væri einstakur viðburður sem enginn mætti missa af.

Á laugardaginn var síðan keppt í tölti, skeiði og sérstakri stóðhestakeppni. Keppni var hörð og jöfn í öllum flokkum og dagurinn tókst sannarlega vel.

 

Hér eru úrslitin frá mótinu um helgina:

Tölt B
1. Jóhann Jónsson, Össur frá Heiðarbót 5,83
2. Sigurlína Erla Magnúsdóttir, Öðlingur frá Íbishóli 5,67
3. Tryggvi Höskuldsson, Flugar frá Króksstöðum 5,33
4. Halldór Halldórsson, Mön frá Þórshöfn 5,17
5. María Marta Bjarkadóttir, Víkingur frá Úlfsstöðum 4,5

Tölt A
1. Skapti Steinbjörnsson, Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum 7,33
2. Erlingur Ingvarsson, Gerpla frá Hlíðarenda 7,17
3. Stefán Friðgeirsson, Saumur frá Syðra-Fjalli 6,83
4. Þórarinn Eymundsson, Fylkir frá Þingeyrum 6,50
5. Nikólína Ósk Rúnarsdóttir, Júpiter frá Egilsstaðabæ 6,33

Stóðhestakeppni
1. Dagur frá Strandarhöfða, Stefán Friðgeirsson 9,0
2. Blær frá Torfunesi, Erlingur Ingvarsson 8,80
3. Hraði frá Úlfsstöðum, Hans Kjerúlf 8,40
4. Krapi frá Garði, Baldvin Ari Guðlaugsson 8,30
5. Möttull frá Torfunesi, Benedikt Arinbjörnsson 8,30

Skeið

1. Stella Sólveig Pálmarsdóttir, Sprettur frá Skarði 8,51
2. Magnús Bragi Magnússon, Frami frá Íbishóli 8,68
3. Svavar Hreiðarsson, Myrkvi frá Hverhólum 8,70