sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit hjá Adam í Kjós

23. ágúst 2010 kl. 10:09

Úrslit hjá Adam í Kjós

Hestamannafélagið Adam í Kjós stóð fyrir gæðingakeppni á beinni braut í Kjósinni um helgina. Keppt var í A- og B-flokki auk gæðingatölts.  Mótið var opið gestum og ekki er hægt að segja annað en að gestrisni Adams hafi orðið félagsmönnum að falli. Það voru nefnilega gestir sem “stálu” sigrum í B-flokki og tölti en A-flokkinn tóku félagsmenn alveg. 

Sjá mátti mjög skemmtileg tilþrif og var andrúmsloftið í úrslitum A-flokksins mjög rafmagnað þar sem Siggi rafvirki fór mikinn. Það dugði þó ekki nema til silfurs. Gesturinn Hallgrímur Óskarsson stórsmiður nelgdi og heflaði bæði B-flokkinn og töltið. Hallgrímur var ásamt gæðingnum Dróma frá Reykjakoti valinn glæsilegasta parið, þrátt fyrir að aðrir knapar hafi tjaldað skærrauðum hælhlífum ,háglans reiðstígvélum, hvítum buxum og brilliantíni. Adam sækir nú fast að Hallgrími að gerast félagi.
Annars voru úrslit sem hér segir:
 
B-flokkur:                                                                                         
1. Hallgrímur Óskarsson á Drómi frá Reykjakoti – 8,65
2. Haukur Þorvaldsson á Kulda frá Grímsstöðum – 8,35
3. Gyða Árný Helgadóttir á Þyrsli frá Strandarhjáleigu – 8,10
 
A-flokkur:
1. Orri Snorrason á Staki frá Höskuldsstöðum – 8,45
2.  Sigurður Ólafsson á Jesper frá Leirulæk – 8,40
3. María Dóra Þórarinsdóttir á Mörtu frá Morastöðum. 8,20 (knapi í forkeppni; Orri Snorrason.
 
Gæðingatölt:
1. Hallgrímur Óskarsson  á Drómi frá Reykjakoti – 8,70
2. Vilhjálmur Þorgrímsson á  Sindra frá Oddakoti – 8,35
3. Sigurður Guðmundsson  á Staki frá Höskuldsstöðum – 8,25
 
Glæsilegasta parið: Hallgrímur og Drómi.
 
Adam þakkar fyrir frábært mót og bráðskemmtilegt grillpartý í Blönduholti eftir mótið- það var fjör, það var glens; þetta var algjört geim og enn eru ekki allir komnir heim!
Stjórn Adams.
p.s. sá sem tók hest í misgripum eftir partíið þarf ekki að skila honum.