föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar að Skeiðvangi

27. október 2009 kl. 11:57

Úrslit folaldasýningar að Skeiðvangi

Opin folaldasýning Hrossaræktarfélags Austur-Landeyja fór fram í Skeiðvangi, Hvolsvelli, laugardaginn 24. okt. að viðstöddum um 100 áhugasömum áhorfendum. Fram komu 38 folöld, 21 hestfolald og 17 merfolöld. Á bak við hópinn standa 32 feður, þar af um 70% sýndir og þekktir hestar en 30% sterkættaðir ungfolar.

Dómarar sýningarinnar voru þeir Guðmundur Hauksson (Ási) og Sigurður Óli Kristinsson (Fákshólum) sem fóru af röggsemi gegnum hópinn og lýstu kostum og göllum.

Hestfolöld / Röðun

I.    Rafael frá Álfhólum IS2009184666, bleikálóttur.
F: Fróði frá Staðartungu IS2002165311
M: Ronja frá Álfhólum IS2001284675
Rækt./Eig.: Sara Ástþórsdóttir, Róbert V. Ketel, Sigurður T. Sigurðsson.

II.    Ljósvaki frá Kanastöðum IS2009184271, grár / fæddur rauður.
F: Drymbill frá Brautarholti IS2006137636
M: Óskírð frá Miðhjáleigu IS1995284535
Rækt./Eig.: Eiríkur Davíðsson og Solveig U. Eysteinsdóttir

III.    Röðull frá Vindási IS2009184947, rauðstjörnóttur.
F: Njáll frá Hvolsvelli IS2001184957
M: Vaka frá Vindási IS1989284946
Rækt.: Ingibjörg Áskelsdóttir
Eig.: Ingibjörg Áskelsdóttir og Kári Arnórsson

IV.    Keimur frá Hólmahjáleigu IS2009184401, bleikálóttvindóttur.
F: Hnokki frá Fellskoti IS2003188470
M: Fantasía frá Miðhjáleigu IS1996284536
Rækt.: Sigríður Dögg Sigmarsdóttir
Eig.: Sigríður Dögg Sigmarsdóttir og Fannar Bergsson

V.    Ver frá Forsæti II IS2009180676, brúnskjóttur.
F: Þristur frá Feti IS1998186906
M: Skipting frá Þúfu IS1997284554
Rækt.: Brynjar Vilmundarson
Eig.: Hilmar ÚlfarssonMerfolöld / Röðun
I.    Perla frá Litlhóli IS2009284380, rauð.
F: Hágangur frá Narfastöðum IS1997158469
M: Rán frá Skíðbakka IS2003284370
Rækt.: Gylfi Freyr Albertsson
Eig.: Rakel Ösp Gylfadóttir

II.    Hátíð frá Forsæti II IS2009280685, rauð.
F: Hágangur frá Narfastöðum IS1997158469
M: Prinsessa frá Skíðbakka I IS1996284379
Rækt./Eig.: Úlfar Albertsson

III.    Skálm frá Skíðbakka I IS2009284367, rauð.
F: Riddari frá Breiðholti IS2005125421
M: Skerpla frá Skíðbakka I IS2002284366
Rækt./Eig.: Rútur Pálsson

IV.    Heiðvör frá Miðhúsum IS2009284999, rauðbreiðblesótt/leistótt/hringeygð.
F: Stuðull frá Miðhúsum IS2006184999
M: Fylling frá Eyvindarmúla IS2006284999
Rækt./Eig.: Magnús Halldórsson

V.    Djásn frá Skíðbakka IA IS2009284939, rauðstjörnótt.
F: Ísak frá Skíðbakka I IS2006184367
M: Herdís frá Skíðbakka III IS2001284501
Rækt./Eig.: Birgir Ægir Kristjánsson

Að mati dómara var efnilegasta folald sýningarinnar Rafael frá Álfhólum en áhorfendur kusu Perlu frá Litlhóli glæsilegasta folald sýningarinnar. Athyglivert er að bæði efstu merfolöldin eru undan Hágangi frá Narfastöðum og efsta hestfolaldið undan syni hans, Fróða frá Staðartungu. Efstu þrjú folöld beggja flokka munu að líkindum etja kappi við úrslitafolöld þriggja annarra sýninga í Rangárþingi á úrvalssýningu í Rangárhöll þann 21. nóvember næstkomandi.

Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja