þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit af 1. vetrarleikum Gusts og Keiluhallarinnar

14. febrúar 2010 kl. 12:07

Úrslit af 1. vetrarleikum Gusts og Keiluhallarinnar

Fyrsta mótið í þriggja móta röð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram í Glaðheimum í dag, lau. 13. feb. Sökum votviðris var keppt innandyra í notalegri reiðhöll Gustsmanna. Boðið var upp á keppni öllum hefðbundnum flokkum og var þátttaka góð. Öflugur pollaflokkur reið á vaðið og greinilega fullt af ungum og upprennandi hestamönnum  til í Gusti. Hestakostur var góður og keppnin gekk vel fyrir sig. Félagið bauð upp á vöfflukaffi fyrir mót og var stemming hin besta á staðnum.  En úrslit urðu sem hér segir :

Pollaflokkur – allir hlutu viðurkenningu:
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Breki 10v grár
Hrafnhildur Hólm Guðnadóttir og Stakur frá Jarðbrú 9v rauðstjörn.
Gunnar Hugi Halldórsson og Embla frá Hlemmiskeiði 16v brún
Viktor Orri Haraldsson og Kyndill frá Bjarnanesi 15v jarpur
Yngvi Reyr Haraldsson og Dagur frá Bjarnanesi 13v leirljós
Bragi Geir Bjarnason og Neisti frá Akranesi  8v brúnskjóttur
Eygló Eyja Bjarnadóttir og Þristur frá Feti 11v brúnskjóttur
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Fjalar frá Kalastaðakoti 10v jarpur

Barnaflokkur:
1. Stefán Hólm Guðnason og Smiður 5v jarpur
2. Herborg Vera Leifsdóttir og Hringur frá Hólkoti 9v sótrauður
3. Kristín Hermannsdóttir og Snæfríður frá Skeiðháholti 6v bleik
4. Elísabet Ösp Arnarsdóttir og Tenór 12v brúnn
5. Björgvin Þór Halldórsson og Nökkvi frá Bjarnastöðum 22v jarpur

Unglingaflokkur:
1. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum 11v jarpur
2. Helena Ríkey Leifsdóttir og Jökull frá Hólkoti 6v grár
3. Kolbeinn Kristófersson og Jörð frá Meðalfelli 10v rauðstjörn.
4. Elín Rós Hauksdóttir og Íris frá Lækjarskógi  15v brún
5. Jón Pétur Sævarsson og Yrpa 9v rauð

Ungmennaflokkur:
1. Matthías Kjartansson og Glói frá Vallanesi 9v rauðglóf.
2. Bertha María Waagfjörð og Svarti-Pétur frá Kílhrauni 8v brúnn
3. Tanja Jóhannsdóttir og Hrefna frá Skeiðháholti 6v brún
4. Brynja Dís Albertsdóttir og Eldur 12v rauður
5. Þórunn Ármannsdóttir og Gustur steingrár

Karlar II:
1. Magnús Kristinsson og Íri frá Gafli 7v rauðskjóttur
2. Þorsteinn Waagfjörð og Kolli frá Kotströnd 13v brúnn
3. Hlynur Rúnarsson og Drottning frá Brú 11v rauð
4. Guðni Hólm og Frökk frá Miðdal 6v bleikálótt
5. Bjarni Bragason og Mjölnir frá Hofi I 13v bleikálóttur

Heldri menn og konur (50+):
1. Sigurður E. L. Guðmundss. og Flygill frá Bjarnanesi 7v rauðbles.
2. Svanur Halldórsson og Gúndi frá Kópavogi 19v móálóttur
3. Sigurjón Bláfeld Jónsson og Kinnskær 9v brúnstjörn.
4. Ármann Stefánsson og Galdur frá Garði 11v jarpskjóttur

Konur I:

1. Hulda G. Geirsdóttir og Róði frá Torfastöðum 7v bleikálóttur
2. Soffía Sveinsdóttir og Frigg frá Selfossi 6v rauðglófext
3. Svandís G. Sigvaldadóttir og Taktur frá Syðsta-Ósi 13v móbrúnn
4. Elín Guðmundsdóttir og Glóð frá Tjörn 11v rauðglófext
5. Sirrý Halla Stefánsdóttir og Rauðka frá Tóftum 8v rauð

Karlar I:
1. Ríkharður Fl. Jensen og Tjörvi frá Tjarnarlandi 11v brúnn
2. Sveinbjörn Sveinbjörnsson yngri og Blíða 8v jörp
3. Hreiðar Hugi Hreiðarsson og Blöndal frá Blesastöðum 9v jarpur
4. Halldór Svansson og Fursti frá Efri-Þverá 7v brúnblesóttur
5. Hermann Ingason og Gammur frá Neðra-Seli 7v brúnn

Mótanefnd Gusts þakkar starfsfólki og keppendum fyrir gott mót og Keiluhöllinni fyrir stuðninginn. Næsta mót í mótaröðinni verður í Glaðheimum 6. mars nk.