þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ungmennaflokki lokið

betasv@simnet.is
8. júlí 2018 kl. 14:51

Bríet hafði góða ástæðu til að brosa.

"Stefndi á að gera mitt besta".

A-úrslit í ungmennaflokki er lokið og sigurvegarar eru Bríet Guðmundsdóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum með einkunina 8,83. Í öðru sæti er Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 með einkunina 8,67. Bríet og Kolfinnur sigldu sigrinum í örugga höfn með góðri sýningu og héldu forystunni frá byrjun. "Trúi þessu ekki, þetta er alveg frábært," sagði Bríet þegar blaðamaður hitti hana þegar úrsltin voru kunn, "Markmiðið var að halda sætinu í úrslitum en þetta er miklu betra."

Heildarniðurstöður:

Tímabil móts: 01.07.2018 - 08.07.2018

 

 

Sæti

Keppandi

Heildareinkunn

1

Bríet Guðmundsdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum

8,83

2

Þorgeir Ólafsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1

8,67

3

Anna-Bryndís Zingsheim / Dagur frá Hjarðartúni

8,66

4

Hafþór Hreiðar Birgisson / Villimey frá Hafnarfirði

8,57

5

Viktoría Eik Elvarsdóttir / Gjöf frá Sjávarborg

8,54

6

Arnór Dan Kristinsson / Dökkvi frá Ingólfshvoli

8,52

7

Anna  Þöll Haraldsdóttir / Óson frá Bakka

8,48

8

Guðmar Freyr Magnússon / Óskasteinn frá Íbishóli

3,16