mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Undirbúningur fyrir HM 2013 að hefjast

11. janúar 2013 kl. 10:55

Undirbúningur fyrir HM 2013 að hefjast

Undirbúningur fyrir HM 2013 í Berlín er að komast á fullt skrið og ætlar landsliðsnefnd LH ásamt Hafliða Halldórssyni liðsstjóra landsliðsins að standa að metnaðarfullri dagskrá fyrir áhugasama knapa í vetur. Á dagskránni munu verða áhugaverðir fræðslufyrirlestrar og námskeið hjá þekktum og reyndum þjálfurum, ásamt því að dómarar munu  eiga sinn stað í dagskránni. Í tilkynningu frá LH og Hafliða Halldórssyni segir:

 
„Landsliðsnefnd og liðsstjóri Íslenska landsliðsins boða til kynningarfundar miðvikudaginn 16. janúar n.k. fyrir alla þá sem hafa hug á því að taka þátt í  úrtöku fyrir heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í byrjun ágúst. Haldin verður röð fyrirlestra ásamt því að knöpum verður leiðbeint af þekktum og reyndum þjálfurum og dómurum  í vetur. Sú dagskrá verður kynnt nánar á fundinum og mun landsliðsnefndin og liðsstjórinn Hafliði Halldórsson fara yfir dagskrána lið fyrir lið og skýra einstaka liði hennar ásamt því að svara spurningum fundargesta. Þjálfun knapa verður skipt í fullorðinshóp og ungmennahóp en fræðslufundir verða sameiginlegir báðum hópum. Fyrirhugað þjálfunarnámskeið með Julio Borba og Rúnu Einarsdóttir er laugardaginn 19. janúar n.k. og mun liðsstjóri gefa nánari upplýsingar um það námskeið á fundinum.
 
Dagsetning og tími: miðvikudagur 16. janúar
Tími: kl. 17:00
Staður: ÍSÍ, Engjavegi 6, Rvk. Salur E, 3. hæð.
 
Landsliðsnefnd LH hvetur áhugasama til að mæta og kynna sér metnaðarfullt starf nefndarinnar og liðsstjórans á HM-árinu 2013.“