mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Um 30.000 manns stunda hestamennsku á Íslandi

14. janúar 2013 kl. 13:00

Um 30.000 manns stunda hestamennsku á Íslandi

Talið er að það séu rúmlega 80.000 hross á Íslandi og þykir það mjög há tala miðað við það að fjöldi íslendinga er tæplega 320.000.  Mörg stór hrossabú er að finna á landinu og fjöldi manns ræktar hross sér til ánægju.  Áætlað er að hátt í 30.000 manns stundi hestamennsku á einhvern hátt á Íslandi.  Meira en 100.000 íslenska hesta er að finna utan Íslands, aðalega í Þýskalandi og Skandinavíu og bandaríkjamarkaður fer stækkandi.

 
Samfélag hestamanna eru ólík hér á landi og erlendis.  Hér fyrirfinnast svokölluð hesthúsahverfi, þar sem að mörg hesthús hlið við hlið mynda svokallað hestaþorp.  Félagskerfi hestamanna er því mjög öflugt og mikill samgangur á milli fólks í hesthúsahverfunum. Ástæðan fyrir því að þetta er hægt hérlendis er einstaklega lág tíðni sjúkdóma vegna árþúsunda einangrunar hestsins.  Bannað er að flytja inn hesta og þeir hestar sem fluttir eru út fá ekki að koma inn í landið aftur vegna smithættu. Ekki er því þörf á því að bólusetja hesta hér eins og erlendis.