sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvíburar undan Auð og Rut -

10. júní 2010 kl. 13:20

Mynd: holakot.net

Tvíburar undan Auð og Rut -

Ester Anna og Eiríksdóttir og Auðbjörn Kristinsson í Hólakoti í Eyjafirði urðu heldur betur hissa í gærmorgun þegar þau litu út um gluggann. Ein af uppáhalds hryssunum þeirra, Hugadóttirin hún Rut frá Stóru-Gröf ytri var búin að kasta. Sem er nú kannski ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að hjá henni stóðu tvö folöld! Já, hún kastaði tveimur, hryssu og hesti.

Folöldin hafa fengið nöfnin Auðlind og Arður og eru undan gæðingshestinum Auð frá Lundum. Auðlind er brún með halastjörnu og Arður er brúnn og er hann heldur stærri en systir sín.

Að sögn Esterar Önnu í Hólakoti eru þau bæði komin á spena og eru spræk að sjá. Eiðfaxi óskar þeim bjartrar framtíðar þessum litlu gleðigjöfum!