föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tími frumtamninga-

9. september 2010 kl. 11:46

Tími frumtamninga-

Nú fara menn í stóðin sín og fiska þar út tryppin sem eru á fjórða aldursári, ræktunarstarfið heldur áfram...

og það verður að temja til þess að menn geti gert sér grein fyrir hvaða hlutverk bíði þessara ungu gripa. Án efa er verið að byrja þessa dagana á stórum hóp frábærra hrossa og þar á meðal stóðhesta sem eiga eftir að vekja mikla athygli strax í vor. Það eru jú ekki nema um það bil 7 mánuðir þar til  kynbótasýningar vorsins 2011 hefjast þannig að ekki er eftir neinu að bíða.
Mörgum tamningamanninum finnst þessi árstími einna skemmtilegastur og þetta starf heilla hvað mest. Það er alltaf spennandi að komast í snertingu við ungu hrossin og átta sig á karakter þeirra og hreyfieðli. Það er nefninlega allsekki alveg að marka það hvernig hrossin laus í haganum hreyfa sig.