mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Það mikilvægasta í okkar góða hesti"

4. janúar 2013 kl. 14:55

"Það mikilvægasta í okkar góða hesti"

Að fá réttar upplýsingar um hið sanna geðslag hests getur verið snúið. Halldór Guðjónsson, tamningamaður og reiðkennari í Dal, segir mikla ábyrgð liggja hjá eigendum, tamningamönnum og tamningastöðvum. Hún liggur í því að skila af sér öruggum og óhlutbundnum upplýsingum, fyrir utan kynbótadóma, um geðslag hrossins. 

„Vilji og geðslag eru það allra mikilvægasta í okkar góða hesti. Það þarf að gefa sumum hrossum meiri tíma og þá getur þú sem reiðmaður fundið fyrir mikilli gleði þegar þau fara að virða þig og skilja hvað þú ert að biðja þau um. Erfiðir hestar hafa oft eitthvað við sig sem gleður auga þeirra sem á horfa. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að afskrifa lifandi dýr eins og í banka. Hins vegar er alveg klárt mál að við getum alveg lesið viljann í hverjum einstaklingi tiltölulega fljótt og eigum þá að reyna að finna þeim grip hlutverk fyrr í tamningaferlinu. Það er að segja, ekki reyna að búa til yfirburðahross úr venjulegum, góðum reiðhesti, sem orðinn er spenntur eða kargur vegna kappsemi og pressu frá ræktanda, eiganda eða sýnanda.”
 
Lesið um vilja og geðslag í tvöföldu jólablaði Eiðfaxa.