mánudagur, 12. nóvember 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sviptingar á toppnum

Elísabet Sveinsdóttir
3. júlí 2018 kl. 13:53

Arion og Daníel á flugi.

Arion og Daníel tróna á toppunt.

Arion frá Eystra-Fróðholti og Daníel Jónsson áttu góðan dag í forkeppni A-flokks á LM2018. Með glæsilegri sýningu uppskáru þeir einkunina 8,85 og verma toppsætið. Sjóður frá Kirkjubæ er því komin í annað sætið með 8,80. Örfáar kommur skilja að efstu hesta og eru hestar í 3. til 15. sæti allir með einkunn á bilinu 8,70 til 8,78. Það stefnir í harða og spennandi keppni í milliriðlunum sem verða næstkomandi fimmtudag.