laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stórmót Geysis, úrslit í A-flokki gæðinga-

1. ágúst 2010 kl. 20:05

Stórmót Geysis, úrslit í A-flokki gæðinga-

Í dag lauk dagskrá stórmóts Geysis á Gaddstaðaflötum með úrslitakeppni í Aöflokki gæðinga. Nokkuð var af áhorfendum og stemningin góð. Þarna voru á ferðinni frábærir gæðingar og var keppnin skemmtileg á að horfa. Skeiðsprettirnir flestir góðir og kraftmiklir....
 Sigurvegarinn Heljar frá Hemlu skar sig þó úr undir stjórn eiganda síns og ræktanda Vignis Siggeirssonar.. Jafnvígur glæsihestur til alls líklegur. Heljar er einn af þessum fáu sem setja sig skörinni hærra en aðrir jafningjar. Með fylgja myndir af Heljari á tðlti, brokki og skeiði. Úrslitin urðu annars svona:
 

1    Heljar frá Hemlu II / Vignir Siggeirsson 8,88 
2    Álmur frá Skjálg / Sigursteinn Sumarliðason 8,61 
3    Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu / Þórdís Gunnarsdóttir 8,57 
4    Ögri frá Baldurshaga / Eyjólfur Þorsteinsson 8,56 
5    Trostan frá Auðsholtshjáleigu / Bylgja Gauksdóttir 8,54 
6    Már frá Feti / Viðar Ingólfsson 8,41 
7    Ernir frá Blesastöðum 1A / Ríkharður Flemming Jensen 8,38 
8    Arnar frá Blesastöðum 2A / Sigursteinn Sumarliðason 0,00