
Tvær grímur eru farnar að renna á marga hrossaræktendur. Fjölmargir úrvals stóðhestar hafa verið seldir úr landi undanfarin ár. Einnig eru allmargir stóðhestar hér á landi í eigu útlendinga og líklegt að þeir yfirgefi fósturjörðina fyrr en seinna. Ef litið er á eldri hesta, fædda á Íslandi, en sem seldir hafa verið utan og hafa sannanlega reynst góðir kynbótahestar má nefna eftirfarandi:
Mökkur frá Varmalæk
Hrynjandi frá Hrepphólum
Starri frá Hvítanesi
Depill frá Votmúla
Dökkvi frá Mosfelli
Hrafnfaxi frá Vestra-Geldingaholti
Jarl frá Miðkrika
Trostan frá Kjartansstöðum
Garpur frá Auðsholtshjáleigu
Illingur frá Tóftum
Tindur frá Varmalæk
Númi frá Þóroddsstöðum
Kóngurinn í Danmörku
Ef litið er lauslega yfir yngri hesta sem þegar eru farnir utan eða eru á faraldsfæti, þá skal fyrstan telja nýjan konung stóðhestanna, Garra frá Reykjavík. Hann er þegar kominn með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í Danmörku og er efstur allra íslenskra stóðhesta í kynbótamati WorldFengs. Listinn er sannarlega stjörnum prýddur:
Garri frá Reykjavík/farinn úr landi
Ómur frá Kvistum/er á Íslandi í eigu útlendings
Oliver frá Kvistum/er á Íslandi í eigu útlendings
Hnokki frá Fellskoti/farinn úr landi
Álfur frá Selfossi/er á Íslandi í eigu útlendings
Álfasteinn frá Selfossi/farinn úr landi
Óskar frá Blesastöðum/er á Íslandi í eigu útlendings
Möller frá Blesastöðum/er á Íslandi í eigu útlendings
Kiljan frá Steinnesi/er á Íslandi í eigu útlendings
Þeyr frá Prestsbæ/er á Íslandi í eigu útlendinga
Dugur frá Þúfu/er á Íslandi í eigu útlendings
Kjarni frá Auðsholtshjáleigu/farinn úr landi
Arður frá Lundum/farinn úr landi
Glotti frá Sveinatungu/farinn úr landi
Ágústínus frá Melaleiti/er á Íslandi í eigu útlendings
Máttur frá Torfunesi/farinn úr landi
Tónn frá Ólafsbergi/farinn úr landi
Krummi frá Blesastöðum/farinn úr landi
Vár frá Vestra-Fíflholti/farinn úr landi
Glymur frá Sauðárkróki/farinn úr landi