laugardagur, 21. apríl 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stóðhestadagur Eiðfaxa

5. maí 2017 kl. 23:13

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum

Klukkan 14:00 á morgun á Selfossi

Á morgun laugardaginn 6.maí klukkan 14:00 fer fram stóðhestadagur Eiðfaxa á Brávöllum á Selfossi. Dagurinn verður fróðlegur fyrir alla hestamenn og margir hátt dæmdir stóðhestar eru boðaðir bæði sem einstaklingar og með afkvæmum

Áfram bætist í gæðingaúrvalið og nú kynnum við fleiri hesta til leiks.

Olil Amble og Bergur Jónsson láta ekki sitt eftir liggja þegar það spáir samfagnaði hestamanna á blíðviðrisdegi eins og þeim sem verður á morgun. Þau koma ásamt sínu fólki með glæsilega stóðhesta úr sinni ræktun. Þar má nefna; Álfgrím frá Syðri-Gegnishólum, Goða frá Ketilsstöðum, Frama frá Ketilsstöðum og Stúdent frá Ketilsstöðum.

Höfðinginn Kvistur frá Skagaströnd mætir á svæðið ásamt syni sínum Stekk frá Skák. Það verður gaman að sjá þessa feðga saman enda engir smá hestar á ferðinni. Kvistur hefur nú þegar sannað sig sem kynbótahestur og er með 1.verðlaun fyrir afkvæmi. Stekkur er sá sem hlotið hefur hæsta hæfileikaeinkunn af hans afkvæmum og því verðugur fulltrúi þess að fylgja föður sínum.

Roði frá Lyngholti og Árni Björn Pálsson hafa vakið verðskuldaða athygli saman á kynbótabrautinni undanfarinn ár Roði er með feikna háan kynbótadóm og má þar nefna t.d. 10 fyrir skeið!!!

Þetta ásamt mörgu fleiru munið þið sjá á Brávöllum á Selfossi á morgun á milli klukkan 14:00 og 16:00.

Frítt inn og allir velkomnir, muna eftir sólgleraugunum!!!!