sunnudagur, 22. október 2017
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stemning og stuð á landsmóti

30. júní 2012 kl. 22:11

Stemning og stuð á landsmóti

Gríðarleg stemning var á landsmóti hestamanna í Víðidalnum þegar lokarimma fór fram í tölti í kvöld. Töltkeppnin er einn af hápunktum mótsins, en rúmlega níu þúsund manns fylgdust með þegar Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titilinn frá því á LM í fyrr.

Skemmtikraftar tóku við keflinu af töltmeisturunum, stjórnuðu mögnuðum brekkusöng og að því loknu hófst fjölskylduskemmtun með Helga Björns, Páli Óskari og fleirum.

Á morgun, sunnudag, má búast við mikilli gæðingaveislu þar sem A-úrslit fara fram í flestum keppnisgreinum. Ákveðið hefur verið að lækka miðverð á sunnudegi til þess að sem flestir geti fylgst með úrslitum á síðasta degi landsmóts. Dagpassinn á lokadegi landsmóts hestamanna í Reykjavík kostar 3.500 krónur.