miðvikudagur, 20. júní 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Stemming fyrir stóðhestadegi

3. maí 2017 kl. 18:05

Trausti frá Þóroddsstöðum

stóðhestadagur Eiðfaxa fer fram á Brávöllum á Selfossi laugardaginn 6.maí

Stóðhestsablað Eiðfaxa er farið í prent, en í því verða allir helstu stóðhestar sem boðnir eru til notkunar sumarið 2017.

Allir þeir stóðhestar sem í blaðinu eru hafa rétt á að koma fram á stóðhestadegi sem haldinn verður á Brávöllum á Selfossi laugardaginn 6.maí. Veður spáin er ekki af verri endanum en spáð er 17°C logni og sól, sannkölluð sumarblíða.

Frítt verður inn á stóðhestadaginn og hvetjum við hestafólk til þess að fjölmenna.

Frekari dagskrá verður auglýst síðar. Hægt er að fylgjast með á Facebook. https://www.facebook.com/events/114838572367331/

Allir áskrifendur Eiðfaxa fá stóðhestablaðið sent heim að dyrum, en það tryggir blaðinu góða dreifingu.