föstudagur, 19. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sprettharðir hjá Sigurbirni

27. júní 2012 kl. 20:20

Sprettharðir hjá Sigurbirni

Það skákaði enginn Sigurbirni Bárðasyni í skeiðkappreiðum kvöldsins. Auk þess að eiga besta tímann í 250 metra skeiði fór hinn eitursnöggi Óðinn frá Búðardal 150 metranna á 14,59 sekúndum í kvöld sem reyndist besti tími í fyrstu tveimur umferðum greinarinnar. Síðari tvær umferðinar fara fram á morgun kl. 16.15.

 
  1. Óðinn frá Búðardal og Sigurbjörn Bárðason - 14,59
  2. Vera frá Þóroddsstöðum og Eyjólfur Þorsteinsson - 14,93
  3. Veigar frá Varmalæk og Teitur Árnason - 15,02
  4. Funi frá Hofi og Jakob Svavar Sigurðsson  - 15,02
  5. Hrappur frá Sauðakróki og Elvar Einarsson - 15,16
  6. Jóhannes Kjarval frá Hala og Svavar Örn hreiðarsson - 15,20
  7. Steinn frá Bakkakoti og Sölvi Sigurðarson - 15,49