miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spónn.is heldur "Landsmót" hestamanna í golfi

23. júní 2010 kl. 10:27

Spónn.is heldur "Landsmót" hestamanna í golfi

Nú þegar Landmóti hestamanna hefur verið frestað hefur Spónn.is ákveðið að slá á létta strengi og bjóða mörgum af þekktustu knöpum landsins og velunnurum íslenska hestsins á golfmót, sem haldið verður á Gufudalsvelli í Hveragerði fimmtudaginn 25. júní n.k.

Með mótinu vill Spónn.is fyrst og fremst vekja athygli á áhrifum hestaflensunnar á starfsemi hestamanna hér á landi, en rekstur flestra tamningastöðva liggur nú að mestu leyti niðri á þeim tíma sem hún ætti að vera í fullum blóma.

Jafnframt vill Spónn.is þakka hestamönnum um allt land þau frábæru viðbrögð sem félagið hefur fengið á nýrri vöru á markaði, sem er spónn og er alfarið innlend framleiðsla.

Mótið hefst kl:14:00 með léttum veitingum fyrir keppendur í spónaverksmiðjunni að Sunnumörk 4 í Hveragerði.  Ræst verður svo út kl:15:30 á Gufudalsvelli.

Mótið er boðsmót og er fyrirkomulag keppninar Texas Scramble. 3 leikmenn verða í hverju liði. Mótsstjóri er Hinrik Gunnar Hilmarsson golfdómari.

Eftirfarandi hestamenn hafa boðað komu sína:

Sigurður Sigurðarson, Fjölnir Þorgeirsson, Atli Guðmundsson, Ævar Örn Guðjónsson, Þórður Þorgeirsson, Sigurður Matthíasson, Karl Wernersson, Steinn Guðjónsson, Þorvarður Friðbjörnsson, Árni Sigfús Birgisson, Brynjar Vilmundarson, Jóhann G.Jóhannesson, Sigursteinn Sumarliðason, Sigurður G.Halldórsson, Hinrik Bragason, Þorsteinn Ómarsson, Þorvaldur Árni Þorvaldsson og Magnús Benediktsson.


Ath. vegna mikils áhuga er verið að vinna að því að bæta við einu holli.

Haft verður samband við þá sem hafa óskað eftir þátttöku.

Spónn.is þakkar Ölgerðinni, Kænunni og Golfklúbbi Hveragerðis fyrir stuðninginn en allar nánari upplýsingar veitir Sigurður G. Halldórsson í síma 696-0303.