föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sölusýning / Sales Festival 3. July 2010

22. júní 2010 kl. 10:10

Sölusýning / Sales Festival 3. July 2010

Laugardaginn 3. Júlí næstkomandi verður haldin Sölusýning á Ingólfshvoli.  Sýningin hefst kl. 18.00 og skiptist í tvo hluta, með grillveislu á milli.  Sölusýningin er haldin af HEST.IS, Hestafréttum og Takthestum á Ingólfshvoli.

Dagskrá:
 

  • Reið- og Fjölskylduhestar
  • Ung og efnileg hross í reið
  • Unghross sem hlaupa laus
  • Grillveisla
  • Keppnis–  og kynbótahross
  • Bjórkvöld


Öll hross verða tekin uppá myndband og fá síðu inná www.hest.is ef óskað er.
Einnig verður gefinn út bæklingur með upplýsingum um hrossin sem dreift verður frítt.

Aðilum er velkomið að kynna starfssemi sína á Ingólfshvoli og/eða kynna vörur og þjónustu í Sölubæklingi.  Þeir sem hafa áhuga á að koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 863-8813 (Elka) eða 822-2223 (Jói) eða á netfangið elka@simnet.is

Skráningargjald er 10.000 kr. + vsk og er innifalið myndband af hrossinu og sér síða á www.hest.is í tvo mánuði.  Skráning verður að hafa borist fyrir hádegi þann 30. Júní á netfangið elka@simnet.is

Sýningin er einungis fyrir hross sem hafa náð sér fyllilega af hóstapestinni.

Samstarf er á milli mótshaldara Opins Íþróttamóts í Reykjavík um að dagskrá viðburða muni ekki skarast, svo keppendur og áhorfendur á mótinu eiga kost á að mæta á hvoru tveggja.