mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sögusetrið opnað í nýuppgerðu húsnæði-

15. ágúst 2010 kl. 12:37

Sögusetrið opnað í nýuppgerðu húsnæði-

Gamla hesthúsið á Hólum í Hjaltadal stendur í hjarta Hólastaðar og hýsir nú starfsemi Söguseturs íslenska hestsins. Sögusetrið í hinu nýja húsnæði var opinberlega opnað gestum og starfsemi þess og húsnæðið blessað Laugardaginn 14 ágúst.

Töluverður fjöldi fólks var viðstaddur en það var ráðherra  mennta og menningarmála Katrín Jakobsdóttir sem opnaði safnið. Um leið var opnaður fyrsti áfangi af þremur í yfirlitssýningunni, „Íslenski hesturinn“ og vídeó-og ljósmyndasýningin, „Hesturinn í náttúru Íslands“.
Við þetta tækifæri færði Sigurður Sigmundsson safninu veglegar gjafir en hann hefur gefið Eiðfaxa og Sögusetri Íslenska hestsins allt ljósmyndasafn sitt, sem spannar áratugi og þúsundir mynda. Auk þess færði Sigurður Sögusetrinu að gjöf Eiðfaxa frá upphafi, allan innbundinn.

Ítarlegri umfjöllun um uppbyggingu Söguseturs Íslenska hestsins verður birt í tímaritinu Eiðfaxa í haust.