föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smöluð heiðin - myndbrot-

18. september 2010 kl. 21:46

Smöluð heiðin - myndbrot-

Nú eru smalamennskur og réttir um land allt, bæði hrossa og sauðfjár.

Eiðfaxi brá sér í dag, laugardaginn 18.09 í smalamennsku með Ölfusbændum en smalað var á Hellisheiði og Hengilssvæðinu. Veður var frábært og var skemmtilegt að ríða svæðið en smalað var frá Nesjavallavegi austur heiðina og upp í hlíðar Hengils. Í dag var réttað í Húsmúlarétt, en á morgun munu Ölfusbændur smala austurheiðina og er þá réttað inni í Reykjadal.
Vídeó upptökutæki var með í för og gætu einhverjir haft gaman af að líta á myndbrotið. Stór hluti upptökunnar er reyndar tekinn á hestbaki þannig að vélin er stundum svolíitið óstöðug.
Góða skemmtun