

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði verðlaunaði hrossaræktendur sína á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Harka frá Svignaskarði er hæst dæmda hryssa ársins 2009 ræktuð af Sörlafélaga. Það eru hjónin Smári Adólfsson og Elín Bjarnadóttir sem ræktuðu Hörku en hún hlaut í aðaleinkunn 8,38 á héraðssýningu Vesturlands á Miðfossum í vor. Harka er undan Glampa frá Vatnsleysu og Fiðlu frá Ketu. Þess má geta að Harka var hæst dæmda hryssan sem var seld til útlanda á árinu 2009 en hún er nú stödd í Danmörku.
Annar Sörlafélagi, Helgi Jón Harðarson, fékk viðurkenningu fyrir sína hryssu, Hrund frá Ragnheiðarstöðum. Hrund er fjögurra vetra klárhryssa undan Hendingu frá Úlfsstöðu og Orra frá Þúfu. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,22 á héraðssýningu kynbótahrossa á Hellu. Þess má geta að Hrund státar af sex níum, fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, vilja/geð, hægt tölt og hægt stökk. Hrund var hæst dæmda kynbótahross ársins 2009 í eigu Sörlafélaga.