sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síðasti skráningardagur á Íslandsmót er í dag

16. ágúst 2010 kl. 13:16

Síðasti skráningardagur á Íslandsmót er í dag

Í kvöld lýkur skráningu á Íslandsmótið í hestaíþróttum sem verður haldið að Sörlastöðum í Hafnarfirði daganna 25.-28. ágúst næstkomandi.

Keppendur skrá sig í gegnum sitt hestamannafélag og eru flest þeirra með upplýsingar varðandi skráningu á sínum heimasíðum. 

Við skráningu  þarf að koma fram :

 

Kennitala knapa

Is númer hests

Keppnisgrein

Kortanúmer

skráningargjald er kr. 4.000 á hverja grein.

 

Keppt verður í eftirtöldum keppnisgreinum:

Tölti

T2 (slaktaumatölt)

Fjórgangi

Fimmgangi

Gæðingaskeiði

100 m skeiði

150 m skeiði

250 m skeiði