miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Seinni héraðssýning kynbótahrossa í Skagafirði

14. júní 2010 kl. 15:05

Seinni héraðssýning kynbótahrossa í Skagafirði

Seinni héraðssýning kynbótahrossa í Skagafirði verður haldin á Vindheimamelum dagana 28. júní til 3. júlí. Skráning er hjá Leiðbeiningamiðstöðinni s: 455-7100.

Byggingadómar munu fara fram í Saurbæ en hæfileikadómurinn á Landsmótssvæðinu, Vindheimamelum.  Sjá nánar um sýninguna:

 

  • Skráning og upplýsingar:  Leiðbeiningamiðstöðin s: 455-7100
  • Síðasti skráninga- og greiðsludagur: fimmtudagurinn 24. júní.
  • Skráningagjald:  * Fullnaðardómur: 14.500 kr. m. vsk.* Eingöngu byggingard./hæfileikad.: 10.000 kr. m. vsk.
  • Greiðist inn á: 1125 (Sparisjóður Hólahr.) – 26 – 0710, Kt: 580901-3010, skýring: Nafn á hrossi.
  • Til að fá endurgreitt sýningargjald þarf að tilkynna forföll degi áður en sýningin hefst.
  • Yfirlitssýning fer fram laugardaginn 3. júlí.
  • Muna DNA-sýni úr öllum stóðhestum og foreldrum þeirra. Blóðsýni og röntgenmyndir af stóðhestum fimm vetra og eldri.


Athugið að mæta eingöngu með heilbrigð hross en samkvæmt samþykktum Fagráðs verður hrossum vísað frá sem sýna einkenni kvefpestarinnar, s.s. hósta og/eða áberandi hor. 

Síðasti skráningadagur er fimmtudagurinn 24. júní.