miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Samræma þarf aðgerðir

23. júní 2010 kl. 13:29

Fylgja smitvarnarreglum út í æsar

Hulda G. Geirsdóttir , framkvæmdastjóri Félags hrossabænda og starfsmaður FT, segir að mikilvægt sé að gera samræmda aðgerðaáætlun til að hestamenn séu betur undirbúnir ef svipuð staða komi upp aftur og nú er vegna hrossapestarinnar.

„Fyrst og fremst er áríðandi að fylgja smitvarnarreglum út í ystu æsar og fræða vini og viðskiptamenn erlendis þar um. Svo þurfa dýralæknar að stilla saman strengi sína og vinna eftir ákveðnum samræmdum aðgerðaráætlunum þegar svona lagað kemur upp. Sú mikla nánd sem er í hestamennskunni á Íslandi gerir okkur vissulega erfitt fyrir; þétt hesthúsabyggð og mikill samgangur hestamanna um allt land. En einmitt þess vegna er gríðarlega mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja smitvarnarreglum. Heilbrigði íslenska hestsins er í húfi og til mikils að vinna að halda hættulegustu smitsjúkdómum hrossa frá okkur,“ segir Hulda.

Rætt er við Huldu i 6. tölublaði Hesta og hestamanna sem kemur ut a morgun. Þar kemur meðal annars fram að hrossabændur undirbua nu kynningarherferð.