
186 kynbótahross hlutu fullnaðardóm á þremur kynbótasýningum sem haldnar voru hér á landi í síðustu viku. Af þeim fengu 79 fyrstu verðlaun, 8,0 eða hærra í aðaleinkunn, eða 42,5%. Sem er hátt hlutfall.
Á Vindheimamelum í Skagafirði hlutu 78 hross fullnaðardóm og 32 fyrstu verðlaun, eða 41%. Á Gaddstaðaflötum við Hellu hlutu 61 hross fullnaðardóm og 26 fyrstu verðlaun, eða 42%. Í Víðidal í Reykjavík hlutu 47 hross fullnaðardóm og 21 fyrstu verðlaun, eða 44%.
Aðeins 500 kynbótadómar hafa verið framdir á þessu ári. Landsmótsárið 2008 voru meira en 1500 dómar framdir á vorsýningum fyrir Landsmótið á Gaddstaðaflötum. Það er því augljóst að hrossapestin setur verulegt mark kynbótasýningarnar.
Árangur efstu hrossa í hverjum flokki er þó allgóður. Efst yfir landið er Þóra frá Prestsbæ með 8,72 í aðaleinkunn og næstur er Kiljan frá Steinnesi með 8,71. Þrjú efstu hross í hverjum flokki á kynbótasýningum hér á landi á þessu ári eru:
4 vetra stóðhestar:
Hrannar frá Flugumýri II 8,18
Sólmundur frá Hlemmiskeiði 3, 8,16
Krókur frá Ytra-Dalsgerði 8,13
4 vetra hryssur:
Sýn frá Grafarkoti 8,12
Storð frá Stuðlum 8,03
Elding frá Barká 8,02
5 vetra stóðhestar:
Brimnir frá Ketilsstöðum 8,45
Segull frá Flugumýri II 8,35
Hrímnir frá Ósi 8,32
5 vetra hryssur:
Birta frá Mið-Fossum 8,40
Orka frá Einhamri 2, 8,38
Þota frá Flagbjarnarholti 8,35
6 vetra stóðhestar:
Kiljan frá Steinnesi 8,71
Seiður frá Flugumýri II, 8,59
Kappi frá Kommu 8,51
6 vetra hryssur:
Krækja frá Efri-Rauðalæk 8,34
Hríma frá Þjóðólfshaga 8,32
Ísafold frá Jaðri 8,30
7 vetra og eldri stóðhestar:
Borgar frá Strandarhjáleigu 8,44
Már frá Feti 8,38
Tristan frá Árerði 8,36
7 vetra og eldri hryssur:
Þóra frá Prestbæ 8,72
För frá Hólum 8,48
Björk frá Vindási 8,45