miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Rífandi stemning í Líflandi

21. desember 2009 kl. 15:02

Rífandi stemning í Líflandi

Eiðfaxi sló á þráðinn til Regínu Gunnarsdóttur verslunarstjóra í verslun Líflands að Lynghálsi. Okkur langaði að njósna um það hvernig jólaverslunin gengi í ár og hvað það væri helst sem fólk væri að kaupa í jólagjafir til sinna nánustu.

"Það fór allt á fullt fyrir helgina og í dag er búin að vera stanslaus traffík. Viðskiptavinirnir eru komnir í mikið jólaskap, sem og starfsfólkið í versluninni, svo það er mjög skemmtilegt andrúmsloft hjá okkur hérna, líf og fjör.

Það sem mér finnst vera vinsælast í jólapakkann í ár eru til dæmis DVD myndirnar Kraftur, Skeifan og HM 2009. Svo er það fatnaðurinn, flíspeysur, hanskar og þess háttar. Við erum líka með tilboð á hjálmum og þeir hafa verið afar vinsæl gjöf.

Ég hef líka tekið eftir því að það er mikið af fólki að versla hjá okkur útivistarfatnað, og ekki endilega fólk sem er í hestamennsku, svo það er mjög ánægjulegt og segir manni að við séum vel samkeppnishæf hvað varðar verð og úrval," segir Regína og snýr sér aftur að viðskiptavinunum.