sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reynir Örn Suðurlandsmeistari í T2 1. flokki

21. ágúst 2010 kl. 20:37

Reynir Örn Suðurlandsmeistari í T2 1. flokki

Það var skemmtileg baráttu í slaktaumatöltinu en þeir Reynir Örn og Árni Björn tókust á um fyrsta sætið. Árni var efstu eftir frjálsu ferðina á glæsihryssun Furu frá Enni en Reynir Örn og Baldvin voru ekki langt undan. Fura var einnig glæsileg á hæga töltinu en árni reið það aðeins of hratt og var réttilega refsað fyrir. Reynir reið það hinsvegar hnökralaust. Þegar það koma svo að slaka taumnum þá stigu þeir Reynir og Baldvin ekki feilspor en Fura var ekki eins reynd í þessu og Árni þurfti að leiðrétta aðeins oftar. Það voru því félagarnir Reynir Örn og Baldvin frá Stangarholti sem fögnuðu sem Suðurlandsmeistarar 2010.

1 Reynir Örn Pálmason / Baldvin frá Stangarholti  7,38  
2 Árni Björn Pálsson / Fura frá Enni   7,21  
3 Helgi L. Sigmarsson / Tryggur frá Bakkakoti  6,96  
4 Elka Guðmundsdóttir / Kristall frá Múla   5,92