föstudagur, 19. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reykjavíkurmótinu frestað

27. apríl 2010 kl. 19:46

Reykjavíkurmótinu frestað

Vegna hestaveiki, sem gengur yfir stóran hluta keppnishestana núna, hefur verið ákveðið að fresta Reykjarvíkurmóti Fáks sem hefjast átti  í næstu viku. Þar sem fyrirséð var að margir gátu ekki tekið þátt í mótinu vegna veikinnar og að hafa verður velferð hestana í huga þá var þessi ákvörðun tekin og ákveðið að fresta mótinu fram í júní.

Mótið verður 9. – 13. júni og verður skráning auglýst síðar. Þeir sem voru búnir að skrá á netinu verða að skrá aftur því þær skráningar verða eyðilagðar enda var ekki búið að rukka fyrir þær.

Mótanefnd Fáks