mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhestum fækkar í Reykjavík

Jens Einarsson
10. júní 2010 kl. 13:40

Hesthúspláss vannýtt

Reiðhestum á vetrarfóðrum á húsi í Reykjavík hefur fækkað undanfarin ár. Til margra ára voru um 3000 hross á húsi í Reykjavík og Kjalarnesi. Síðastliðinn vetur hafði þeim fækkað í 2450. Þetta kemur fram í forðagæsluskýrslum BÍ.

Ríkidæmi eða fátækt

Ólafur Dýrmundsson, ráðunautu, segir þetta nokkuð athyglisvert, vegna þess að í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi hafi hrossum á húsi heldur fjölgað. Hann segir hugsanlegar skýringar vera nokkrar. Í fyrsta lagi að fólk sem hélt hesta í Hátúni við Rauðavatn hafi ekki haft ráð á að kaupa eða byggja ný hesthús þegar hverfið var rifið. Í öðru lagi að almennt peningaleysi valdi því að fólk taki hrossin ekki á hús. Og í þriðja að margt hestafólk í Reykjavík hafi svo mikla peninga að það haldi flest sín hross á hrossabúum sem það hefur keypt fyrir utan höfuðborgina.

Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá hestamannafélaginu Fáki þá eru hesthúspláss á svæðinu vannýtt. Í Faxabóli, Víðidal, Fjárborg og Almannadal eru 126 hesthús sem rúma að meðaltali 30 til 40 hross. Eða frá 3780 til 5040 hross eftir því hvor talan er tekin. Rétt er að taka fram að húsin skiptast flest í nokkrar einingar og/eða margir aðilar eru um hvert hús.