mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Reiðhöll vígð í Mosfellsbæ

23. nóvember 2009 kl. 10:58

Reiðhöll vígð í Mosfellsbæ

Laugardaginn 22.nóvember var formlega vígð reiðhöll á svæði hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. Húsið er stórt og glæsilegt, frábær aðstaða fyrir hestamenn á svæðinu bæði til þjálfunar og til námskeiða og kennslu. Reiðgólf hússins er um 20x70m og ætti hestamannafélagið að geta haldið þar bæði sýningar og mót.

Aðdáunarvert er að stærstur hluti þessara framkvæmda var unninn í sjálfboðavinnu og segir það mikið um þann félagsanda sem er innan Harðar.

Yfir 200 manns var viðstaddur athöfnina og meðal annarra sem tóku til máls voru bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Nánar verður sagt frá þessu afreki Harðarmanna í Eiðfaxa síðar.