sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ratleikur á Uppstigningardag

12. maí 2010 kl. 16:16

Ratleikur á Uppstigningardag

Sótafélagar láta ekki deigann síga þrátt fyrir hrossaveikina og halda dagskrá...!   Hinn árlegi ratleikur, sem var frestað á sumardaginn fyrsta, verður haldinn á fimmtudaginn 13. maí, Uppstigningardag. 

Allir að mæta, HESTLAUSIR, í hringgerðið kl. 11:00 þar sem skipt verður í 4 lið og svo förum við í hinn æsispennandi og skemmtilega ratleik, nú með aðeins breyttu sniði. 

Grillaðar pylsur og fleira fyrir alla í lok leiksins.  Sótafélagar, sýnum samstöðu og leikum okkur saman í hrossapestinni. 

Mætum öll! Kveðja / Ferða og skemmtinefnd