fimmtudagur, 18. október 2018
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Prýðileg reiðtygi

Óðinn Örn Jóhannsson
3. apríl 2018 kl. 11:01

Sýningin Prýðileg reiðtygi.

Lilja Árnadóttir með leiðsögn um sýninguna

Sunnudaginn 8. apríl kl. 14 veitir Lilja Árnadóttir, sviðstjóri í munasafni í Þjóðminjasafni Íslands leiðsögn um sýninguna Prýðileg reiðtygi. Sýningin var opnuð í Bogasal þann 24. febrúar 2018 og stendur yfir til 21 október 2018. Sýningarhöfundur er Lilja Árnadóttir. 

Á sýningunni Prýðileg reiðtygi er úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands. Í tengslum við sýninguna gaf Þjóðminjasafn Íslands út samnefnt rit þar sem fjallað er um söðla og það handverk sem notað var til að prýða þá. 

Leiðsögnin er ókeypis.