mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Opið töltmót Grana að Mið-Fossum

17. mars 2010 kl. 16:00

Opið töltmót Grana að Mið-Fossum

Nú er komið að 2. vetrarmóti Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Haldið verður opið töltmót fimmtudaginn 18.mars næstkomandi að Mið-fossum í Borgarfirði og hefst mótið kl. 18:00.

Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki og Bjórtölti (eða Kóktölti fyrir börn).

Skráning á mótið þarf að berast fyrir klukkan 22:00 á miðvikudagskvöldið 17.mars. Tekið verður við þeim á grani@lbhi.is


Koma þarf fram:

  • Nafn knapa.
  • Nafn hests.
  • Aldur.
  • Litur.
  • Hönd sem riðið er uppá.
  • Flokkur sem keppt er í.


Skráningargjöld borgast á staðnum í reiðufé.

Frítt er inn fyrir áhorfendur og sjoppa á staðnum :)