laugardagur, 20. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýtt hestamannafélag stofnað

19. maí 2010 kl. 09:40

Nýtt hestamannafélag stofnað

Grindvíkingar hafa stofnað nýtt hestamannafélag sem þeir kalla Brimfaxa. Félagið var stofnað formlega þann 25.mars 2010 og eins og segir á heimasíðu félagsins er "tilgangur félagsins að efla áhuga á hestum og hestaíþróttum í Grindavík og jafnframt gæta hagsmuna félaga sinna á því sviði. Einnig mun félagið stuðla sérstaklega að fræðslu og þjálfun unglinga og barna í hestaíþróttum."

Stofnfélagar eru alls 64 hestamenn á öllum aldri.

Eiðfaxi óskar Grindvíkingum til hamingju með nýja félagið og um leið velfarnaðar í félagsstarfinu um ókomna tíð.

www.brimfaxi.is