mánudagur, 18. febrúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Nýr Landsmótssigurvegari í A-flokk

3. júlí 2018 kl. 12:21

Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri II.

Hrannar lá ekki.

Það er orðið ljóst að nýr sigurvegari í A-flokk verður krýndur á sunnudaginn. Hrannar frá Flugumýri, sigurvegari LM2016, lá ekki í forkeppninni og er úr leik. Hrafn frá Efri-Rauðalæk lá ekki heldur og er einnig úr leik. A-flokkurinn er mjög sterkur á þessu móti og örfáar kommur sem skilja að efstu sætin. Sjóður er ennþá efstur, Kolskeggur annar og Hrafnar frá Auðholtshjáleigu hefur skotið sér uppí þriðja sætið.