mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Námskeið um járningu og hófhirða

4. janúar 2013 kl. 10:14

Námskeið um járningu og hófhirða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður upp á helgarnámskeið í Járningu og hófhirðu dagana 12. og 13. janúar nk. Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

 
"Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.
 
Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.
Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.
Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði," segir í tilkynningu frá Endurmenntun LbhÍ en skráningar fara í gegnum vefsíðuna www.lbhi.is/namskeid.