sunnudagur, 21. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Myndskeið inni í vefútgáfu Eiðfaxa-

13. febrúar 2010 kl. 10:40

Myndskeið inni í vefútgáfu Eiðfaxa-

Ef lesendur fletta í gegnum nýjasta tölublað Eiðfaxa hér á vefnum taka þeir eftir að inni í greinunum Gæðingurinn á bls. 42 og Fortamningar á bls 46. eru myndskeið á bak við sumar ljósmyndir þeirra greina. Þarna er um að ræða stutt myndbrot sem sýna þær æfingar sem viðkomandi mynd fjallar um. Við munum auka þessa notkun myndbanda, lesendum bæði til skemmtunar sem og til fróðleiks.

Til að skoða blaðið, veldu „Vefútgáfan“ skráðu þig inn og veldu blaðið sem þú vilt lesa.

Hér fyrir neðan er eitt þessara myndbanda. Það er tekið á Ingólfshvoli hjá Guðmundi Björgvinssyni.

Góða skemmtun