þriðjudagur, 22. janúar 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minnum á Norðlensku hestaveisluna

Óðinn Örn Jóhannsson
20. apríl 2018 kl. 11:54

Norðlenska hestaveislan 2018

Um helgina verða tvær risa reiðhallarsýningar, heimsóknir á ræktunarbú og sýnikennsla frá Hólaskóla.

Minnum á Norðlensku hestaveisluna um helgina, tvær risa reiðhallarsýningar, heimsóknir á ræktunarbú og sýnikennsla frá Hólaskóla. 

Veislan byrjar kl. 15 í dag föstudag með sýnikennslu frá þriðja árs nemum í hólaskóla.

24 stórglæsileg sýningaratriði verða á stórsýningu Léttis, Fákar og Fjör sem hefst kl. 20 á föstudagskvöldið.

Veislan heldur áfram á laugardaginn en þá verður boðið í rútuferðir á ræktunarbú Að þessu sinni verða Brúnir og Ysta Gerði í  Eyjafjarðarsveit heimsótt og Guðmundur Hjálmarsson opnar hesthús sitt á Akureyri en þar eru gæðingar í hverri stíu.

Kl. 20 er síðan komið að hinni stórglæsilegu Stóðhestaveislu norðurlands þar sem hver gæðingurinn á fætur öðrum leika listir sínar.

Sjáumst á Akureyri um helgina.Mest lesið
Í DAG VIKAN
 

Góð upplifun forsetans

14. ágúst 15:00