þriðjudagur, 21. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Minnum á fræðslufund um fóðrun í kvöld!

15. febrúar 2010 kl. 18:48

Minnum á fræðslufund um fóðrun í kvöld!

Félag tamningamanna og Léttfeti minna Skagfirðinga og nærsveitarmenn á fróðlegan fund um fóðrun reiðhesta sem fram fer í Tjarnarbæ í kvöld, mánudag kl. 20:30. Kaffiveitingar í boði félaganna.

Er hesturinn þinn of feitur eða of þunnur? Þarf að gefa kjarnfóður? Hvaða steinefnum þarf sérstaklega að gæta að? Hver er galdurinn á bak við vel fóðraðan hest? Hvað einkennir vel hirtan hest?
Guðrún Stefánsdóttir, lektor við Hólaskóla, verður með fræðslukvöld um fóðrun og holdamat reiðhesta. Guðrún býr yfir mikilli þekkingu á sviði fóðurfræði, en fagið hefur hún kennt við Hólaskóla til fjölda ára.
Guðrún hefur meðal annars haft umsjón með fóðuráætlunum, holdamati og vigtun á nemendahestum við Hólaskóla. Guðrún hefur þannig stjórnað fóðrun á mörg hundruð hestum í gegnum árin með góðum árangri.

Ef þú vilt fóðra betur skaltu ekki missa af þessu!!
 
Mánudaginn 15. feb. kl: 20:30 í Tjarnabæ.
 
Allir velkomnir - 500 kr. aðgangseyrir. (engin kort)

Fræðslunefnd Léttfeta og FT - Norður