mánudagur, 22. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum.

5. ágúst 2010 kl. 10:22

Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum.

Nú styttist óðum í eitt skemmtilegasta mót ársins Meistaramót Andvaramanna á Kjóavöllum. Þar verður haldið í hefðina og keppt í gæðingakeppni á beinni braut svo ekki sé minnst á hið margrómaða 100 metra skeið í flóðljósum á laugardagskvöldið þegar tekur að rökkva en þar hefur stemmingin oft orðin magnþrungin.

 
Sama fyrirkomulag og á síðasta ári OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
A-flokk á beinni braut OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
B-flokk á beinni braut OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
Tölt hringvöllur OPINN FLOKKUR OG ÁHUGAMENN
100m skeið undir 8 sek. sjálfkrafa með,aðrir í forkeppni föstudagskvöld.
150m skeið
250m skeið
Einnig verður forstjóratöltið á sínum stað.
Keppnisgjöld verða 3.500 fyrir hverja grein en 2.500 fyrir skeiðgreinarnar.
Auglýst nánar þegar nær dregur á heimasíðu Andvara (andvari.is)