miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild VÍS á RÚV í kvöld

23. mars 2010 kl. 09:32

Meistaradeild VÍS á RÚV í kvöld

Í kvöld verður fjórði þátturinn um Meistaradeild VÍS á RÚV. Þátturinn hefst klukkan 18:30. Í þættinum verður fjallað um síðasta mót deildarinnar en þá var keppt í Gæðingafimi.

Einnig verða hjónin Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir heimsótt á heimili sitt að Árbakka, Rangárvallasýslu. En þau hjónin eru bæði keppendur í deildinni og auk þess með lið í henni.

Umsjónarmaður þáttanna er Samúel Örn Erlingsson en dagskrárgerðarmenn eru Ingvar Hreinsson og Samúel Örn Erlingsson.