fimmtudagur, 23. maí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meistaradeild KS frestað um viku

27. mars 2019 kl. 17:56

Meistaradeild KS

Keppni í fjórgangi fer fram miðvikudaginn 3.apríl

Stjórn meistaradeildar KS í hestaíþróttum hefur tekið ákvörðun um að fresta keppni í fjórgangi sem fara átt fram í kvöld um viku. Mótið fer því fram miðvikudaginn 3.apríl.

Ákvörðunin er tekin i ljósi þess að óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag virðist ekki vera að slota.