

Meistaradeild æskunnar hefst á sunnudaginn kemur þegar keppni í fjórgangi fer fram í reiðhöllinni í Víðidal og hefst kl. 13:00. Óhætt er að spá því að keppnin verði jöfn og sterk enda verða okkar sterkustu ungu knapar þar í aðalhlutverki.
Í deildinni eru alls 11 lið með 4 keppendum hvert svo alla jafna eru 44 knapar á ráslista hvers móts. Keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni þar sem keppendur ríða krefjandi verkefni á hverju móti, þ.e. meistaraflokksverkefni í hverri keppnisgrein, ein inná vellinum. Þarna reynir virkilega á hest og knapa og samhæfingu þeirra.
Áhorfendur eru hvattir til að koma í reiðhöllinni í Fáki á sunnudaginn kl. 13:00 og fylgjast með knöpum framtíðarinnar í sterkri keppni.
1 Heiður Karlsdóttir Sóldögg frá Hamarsey
2 Signý Sól Snorradóttir Rektor frá Melabergi
3 Helga Stefánsdóttir Kolbeinn frá Hæli
4 Hákon Dan Ólafsson Stirnir frá Skriðu
5 Katla Sif Snorradóttir Ölur frá Akranesi
6 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga
7 Þórey Þula Helgadóttir Gjálp frá Hvammi I
8 Jón Ársæll Bergmann Diljá frá Bakkakoti
9 Kristófer Darri Sigurðsson Vörður frá Vestra-Fíflholti
10 Kári Kristinsson Hrólfur frá Hraunholti
11 Agnes Sjöfn Reynisdóttir Klængur frá Skálakoti
12 Kristín Hrönn Pálsdóttir Gaumur frá Skarði
13 Sigurður Baldur Ríkharðsson Ernir Tröð
14 Kristján Árni Birgisson Dökkva frá Kanastöðum
15 Matthías Sigurðsson Caruzo frá Torfunesi
16 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Saga frá Dalsholti
17 Jóhanna Guðmundsdóttir Leynir frá Fosshólum
18 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum
19 Glódís Rún Sigurðardóttir Ötull frá Narfastöðum
20 Sara Bjarnadóttir Forni frá Fornusöndum
21 Haukur Ingi Hauksson Barði frá Laugarbökkum
22 Maríanna Ólafsdóttir Gull-Inga frá Lækjarbakka
23 Hrund Ásbjörnsdóttir Ábóti frá Söðulsholti
24 Sölvi Freyr Freydísarson Gæi frá Svalbarðseyri
25 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II
26 Glódís Líf Gunnarsdóttir Magni frá Spágilsstöðum
27 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk
28 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Skálmöld frá Eystra-Fróðholti
29 Arnar Máni Sigurjónsson Arður frá Miklholti
30 Þorvaldur Logi Einarsson Stjarni frá Dalbæ II
31 Diljá Sjöfn Aronsdóttir Kristín frá Firði
32 Aníta Eik Kjartansdóttir Lóðar frá Tóftum
33 Ásdís Agla Brynjólfsdóttir Líf frá Kolsholti 2
34 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Þokki frá Litla-Moshvoli
35 Sigurður Steingrímsson Skutla frá Sælukoti
36 Natalía Rán Leonsdóttir Grafík frá Ólafsbergi
37 Rakel Ösp Gylfadóttir Óskadís frá Hrísdal
38 Arndís Ólafsdóttir Álfadís frá Magnússkógum
39 Guðný Dís Jónsdóttir Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ
40 Selma Leifsdóttir Glaður frá Mykjunesi 2
41 Elín Þórdís Pálsdóttir Ópera frá Austurkoti
42 Sigrún Högna Tómasdóttir Tandri frá Breiðstöðum
43 Aron Ernir Ragnarsson Váli frá Efra-Langholti