miðvikudagur, 24. apríl 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markviss vinna í átt að markmiðum

27. maí 2015 kl. 18:00

Arna Ýr Guðnadóttir tók þátt í ungmennaflokki heimsmeistaramótsins í Berlín árið 2013 á Þrótti frá Fróni. “Ég sé þetta enn fyrir mér eins og mig hafi verið að dreyma, og er í raun enn að melta hana.“

Arna Ýr er enn að vinna úr reynslunni frá Heimsmeistaramótinu.

,,Það vill oft verða þannig að þegar reynt er að ná árangri í hestamennsku, setji knapar oft stjórnun og kapp framyfir samvinnu með hestinum. Ég vona að námskeiðið muni skilja eftir sig aukin skilning og samstarfsvilja með hestinum. Auðvitað stefnir maður á að ná sem allra lengst. Ég hef samt þá trú að ef maður vill ná endurteknum árangri þá megi ekki ganga fram af hestinum. Ef þú tekur allt út þá áttu ekkert inni fyrir næsta mót,“ segir Arna Ýr Guðnadóttir sem mun í sumar standa fyrir námskeiðum fyrir knapa á aldrinum 10-17 ára.

Um er að ræða tveggja vikna námskeið þar sem knapi setur sér markmið með sinn hest. Unnið verður markvisst að því að ná þeim markmiðum.

Rætt er við Örnu Ýr um reynslu hennar um námskeiðið og reynslu hennar af Heimsmeistaram´ti í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.